DING DONG

Ding dong dinge dinge dong!
Nú klukkur himins klingja.
Fjölda engla fyrir ber,
um frið á jörðu syngja.

Gloria. Hosanna in excelsis.

Hljóma klukkur heims um ból
til hátíðar skal bjóða.
Fögnum öll um friðarjól
með frelsaranum góða.

Gloria. Hosanna in excelsis.

Ding dong yfir mörk og mið
skal klukkan helga hljóma.
Boðar gleði, farsæld, frið,
vorn fögnuð látum óma.

Gloria. Hosanna in excelsis.

Texti: Gunnlaugur V. Snævarr

 Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.