ENN FAGNAR HEIMUR

Enn fagnar heimur helgri nótt
á himni stjörnur skína rótt
og kertaljósin lýsa húm
á litlum kveik við barnsins rúm.

Og þjóðir gleyma þraut og sorg
við þrönga jötu' í Davíðs borg
og eygja bjarma enn af von. -
Þar er hann fæddur, mannsins son.

Því hann, sem braut ei brákað strá,
hann brýtur fjötra og virki há
og gerir frelsið lýðum ljóst
og leggur elsku þeim í brjóst.

Og þótt hans bíði þyrnikrans
og þeirra, er ganga í fótspor hans,
og sálir nísi hörmung hörð,
hans hugsjón mun þó sigra' á jörð.

Texti:Þorsteinn ValdimarssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.