GRÝLA KALLAR Á BÖRNIN SÍN

Grýla kallar á börnin sín,
þegar hún fer að sjóða
til jóla:
"Komið þið hingað öll til mín,
ykkur vil ég bjóða,
Leppur, Skreppur,
Lápur, Skrápur,
Langleggur og Skjóða,
Völustakkur og Bóla."
eða
Grýla kallar á börnin sín
þegar hún fer að sjóða til jóla:
Komið þið hingað öll til mín,
Nípa, Típa,
Næja, Tæja,
Nútur, Kútur,
Nafar, Tafar,
Láni, Sláni,
Leppur, Skreppur
Loki, Poki,
Leppatuska, Langleggur
og Leiðindaskjóða,
Völustakkur og Bóla.Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.