HIN FEGURSTA RÓSIN ER FUNDIN

Hin fegursta rósin er fundin
og fagnaðarsæl komin stundin.
Er frelsarinn fæddist á jörðu
hún fannst meðal þyrnanna hörðu.

Þá skaparinn himinrós hreina
í heiminum spretta lét eina,
vorn gjörspilltan gróður að bæta
og gjöra hans beiskjuna sæta.

Þú rós mín ert ró mínu geði,
þú rós mín ert skart mitt og gleði,
þú harmanna beiskju mér bætir,
þú bannvænar girndir upp rætir.

Texti: Helgi HálfdánarsonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.