HINN FORNI SÖNGUR FÓR UM JÖRÐ

Hinn forni söngur fór um jörð
og fagnað var þá nótt
er englar höfðu himnum frá
í heim til manna sótt.
"Vér færum yður frið á jörð
og farsæld dægrin löng."
En mannkind hlýddi hljóðlát á
þann hljóm af englasöng.

Um loftin myrk þeir liðu skjótt
og lýstu sína slóð,
en yfir jarðneskt blóð og böl
þá breiddist tónaflóð.
Um auðnir, fjöll og úthöf víð,
um ís og vötnin ströng
þar heyra mátti hátt og skýrt
þann hljóm af englasöng.

Texti: Hinrik BjarnasonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.