HLJÓÐA NÓTT

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Værð á fold, vaka tvö
Jósep og María jötuna við,
jól eru komin með himneskan frið.
:/:Fætt er hið blessaða barn. :/:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hirðum fyrst heyrin kunn
gleðirík, fagnandi engilsins orð,
ómfögur berast frá himni á storð:
:/: Fæddur er frelsari þinn. :/:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Sonur guðs signir jörð.
Myrkrið það hopar við hækkandi dag
hvarvetna sungið er gleðinnar lag:
:/: Kristur er kominn í heim. :/:

Joseph Mohr - Sigurjón GuðjónssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.