KEMUR HVAÐ MÆLT VAR

Kemur hvað mælt var við mannkyn fram:
Móðir leggur barn í hálm.
Englar allt um kring
hefja sætan söng,
flytja þakkargjörð,
boða frið á jörð.

Sveinninn sem hlýtur þar hvílu' í kró,
hverjum Drottni' er æðri þó.
Englar allt um kring
hefja sætan söng,
flytja þakkargjörð,
boða frið á jörð.

Reisir sú barnshönd, sem ritað er,
ríki Guðs í heimi hér.
Englar allt um kring
hefja sætan söng,
flytja þakkargjörð,
boða frið á jörð.

Texti: Þorsteinn Valdimarsson
Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.