KLUKKNAHLJÓÐ

Hjúpar hvíta mjöll,
hæðir dali' og fjöll.
Sofa' um signuð jól
svartálfar og tröll.
Í kvöldsins kuldablæ
kafa djúpan snæ
jólasveinar, jólasveinar
heim að bóndabæ.

Klukknahljóð, klukknahljóð
enn um óttubil
bónda' og fljóð, börnin góð
boða kirkju til.
Klukknahljóð, klukknahljóð,
duna fannkrýnd fjöll.
Kátt er nú í byggð og borg,
bjart í koti' og höll.

Björt á grænni grein
glitra ljósin hrein.
Bráðum börnin sjá
birtast jólasvein.
Hylur hvíta mjöll
hæðir dali' og fjöll.
Kátt er nú í byggð og borg,
bjart í koti' og höll.

Klukknahljóð, klukknahljóð
enn um óttubil
bónda' og fljóð, börnin góð
boða kirkju til.
Klukknahljóð, klukknahljóð,
duna fannkrýnd fjöll.
Kátt er nú í byggð og borg,
bjart í koti' og höll.

Texti: Loftur Guðmundsson
Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.