KONUNGAR ÚR AUSTURÁTT

Konungar úr austurátt
áfram héldu dag og nátt.
Lýsti för um fjallasali
friðarstjarnan þrátt.

Ó, stjarnan dula, stjarnan heið,
stjarnan okkar konungs beið.
Fylg oss vestur fagri gestur,
fær oss birtu' á vora leið.

Með gullinkrónu að gjöf ég kem
til græðara míns í Betlehem.
Er sá stærri, æðri' og hærri
okkur kóngum þrem.

Ó, stjarnan dula...........

Reykelsi úr fjarlægð fær
frelsari vor jötu nær.
Klukkum hringjum, kveðum, syngjum,
krýnum þig, Drottinn skær.

Ó, stjarnan dula...........

Ilmandi myrra er vor gjöf
og var flutt um sollin höf.
Sorgum léttir, sárin sléttir,
sefar harm við gröf.

Ó, stjarnan dula...........

Almáttugur upp nú rís
eilífur Guð í Paradís.
Hallelúja, hallelúja,
honum ég syngja kýs.

Ó, stjarnan dula...........

Hinrik Bjarnason




Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.