MEÐAN HIRÐARNIR FÁTÆKU

Meðan hirðarnir fátæku hvíldust svo rótt,
sinnar hjarðar þeir gættu um kalda nótt,
þá kom engillinn sem fegursta boðskapinn bar
og hann birtist í söngnum er hljómaði þar.
Halelúja, halelúja,
fæddur er lausnari mannanna.

Þegar hirðarnir vakna þeir sáu þá sýn
hvar sindrandi leiftur í austrinu skín.
Var sem dagsbirtan sveipaði hauður og haf.
Það var himneska stjarnan sem birtuna gaf.
Halelúja, halelúja,
fæddur er lausnari mannanna.

Þessi stjarna, sem vitringum vísaði leið
til að vitja þess konungs sem heimurinn beið,
yfir Betlehemsvöllum hún benti þeim á
hvar barnið í fjárhúsajötunni lá.
Halelúja, halelúja,
fæddur er lausnari mannanna.

Inn til barnsins gengu vegmóðir vitringar
til að veita því tákn sinnar lotningar,
beygðu kné, en hjörtu þeirra af fögnuði full,
vildu færa því reykelsi, myrru og gull.
Halelúja, halelúja,
fæddur er lausnari mannanna.

Litla barnið, sem í jötu svo veikburða var,
hefur verið oss tilefni fagnaðar.
Látum hljóma þennan frelsis og fagnaðaróð
þar til friðurinn ríkir með sérhverri þjóð.
Halelúja, halelúja,
fæddur er lausnari mannanna.

Texti: Guðmundur GuðbrandssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.