NÚ ER GLATT HJÁ ÁLFUM ÖLLUM

Nú er glatt hjá álfum öllum,
hæ, faddi-rí, faddi rallala.
Út úr göngum, gljúfrahöllum
hæ, faddi-rí, faddi rallala.
Fyrir löngu sest er sól,
sjaldan eru brandajól.
Hæ, faddi-rí, hæ, faddi-ra,
hæ, faddi-rí, faddi rallala.

Dönsum dátt á víðum velli.
Dunar hátt í hól og felli.
Álfasveinninn álfasnót
einni sýnir blíðuhót.

Dönsum létt með lipra fætur.
Stígum nett um stirndar nætur.
Dönsum blessuð brandajól
björt uns rennur morgunsól.

Höf. ókunnurSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.