Ó, JESÚBARN BLÍTT

Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo frítt
þitt ból er hvorki mjúkt né hlýtt.
Þú komst frá háum himnastól
með helgan frið og dýrðleg jól.
Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo frítt.

Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo frítt
þú bauðst mér gleðiefni nýtt.
Þinn föður á himnum ég einnig á
og ekkert mér framar granda má.
Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo frítt.

Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo frítt
þú bróðir minn ert og allt er nýtt.
Þú komst í heim með kærleik þinn,
þú komst með gleðiboðskapinn.
Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo frítt

Texti: Margrét JónsdóttirSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.