SJÁ HIMINS OPNAST HLIÐ

Sjá, himins opnast hlið,
heilagt englalið
fylking sú hin fríða
úr fagnaðarins sal,
fer með boðun blíða
og blessun lýsa skal
:/: Yfir eymdardal. :/:

Í heimi' er dimmt og hljótt,
hjarðmenn sjá um nótt
ljós í lofti glæðast,
það ljós Guðs dýrðar er,
hjörtu þeirra hræðast,
en Herrans engill tér:
:/: "Óttist ekki þér. :/:

Með fegins fregn ég kem:
Fæðst í Betlehem
blessað barn það hefur,
er birtir Guð á jörð,
frið og frelsi gefur
og fallna reisir hjörð.
:/: Þökk sé Guði gjörð.":/:

Texti:Björn HalldórssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.