ÞAÐ ALDIN ÚT ER SPRUNGIÐ

Það aldin út er sprungið
og ilmar sólu mót
sem fyrr var fagurt sungið
af fríðri Jesserót.
Og blómstrið það á þrótt
að veita vor og yndi
um vetrar miðja nótt.

Þú ljúfa lilju rósin
sem lífgar heilið kalt
og kveikir kærleiks ljósin
og krýnir lífið allt.
Ó, Guð og maður greið
oss veg frá öllu illu
svo yfirvinnum deyð.

Texti: Matthías JochumssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.