UM BJARTA NÓTTU

Um bjarta nóttu barst um heim
fyrst blessað jólaljóð
er hersveit engla í heiminn kom
með helgan gleðióð.
"Nú sátt og friður sé á jörð
og sigruð neyð og þröng."
Í helgum kyrrþey heimur beið
og hlýddi' á englasöng.

Nú enn vér sjáum sömu dýrð
og sömu englahjörð,
og enn vér heyrum helgan söng
sem hljómar dimmri jörð,
því hærra gæfu, harmi, neyð
og hversdags ys og þröng
og hærra öllum heimsins gný
vér heyrum englasöng.

Ó, þér, sem byrði beygir þung
og brennheit fellið tár,
sem gangið áfram grýtta leið
svo gróa engin sár,
ó, sjá, nú ljómar ljósið bjart
og líður englahjörð
á hvítum vængjum himni frá
með helgan frið á jörð.

Texti: Bjarni EyjólfssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.