KIRKJUHVOLL

Hún amma mín það sagði mér: "Um sólarlagsbil
á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til.
Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar,
þeir eiga kirkju' í hvolnum og barn er ég var
í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna' á kvöldin.??

Hún trúði þessu' hún amma mín, ég efaði ei það
að allt það væri rétt er hún sagði' um þann stað.
Ég leit því jafnan hvolsins með lotningu til
og lék mér ei þar nærri, um sólarlagsbil.
Ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna' á kvöldin.

Texti: Guðmundur GuðmundssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.