KLARA, KLARA. KLARA, KLARA


Undalegt það ýmsum þótti,
er þú komst í réttirnar,
að þú skyldir alltaf stöðugt
elta mig á röndum þar.

Já það er auðséð, Klara, Klara,
Klara mín þú elskar mig.
Og ég vildi bara, bara,
bara gjarnan eiga þig.

Og í kirkju á mig jafnan
ákaflega glápir þú,
sumir telja að það eigi
ekkert skylt við kristna trú.

Ef ég sting þig af á böllum,
alltaf kannt þú ráð við því;
þú í snatri þýtur til mín,
þegar kemur dömufrí.

Engin leið mér er að sofna,
er ég heyri sönginn þinn
hljóma fagurt fram á nætur
fyrir utan gluggann minn.

Listræn mjög og lagin ertu,
leikur allt í höndum þér.
Þetta sýna sokkaplöggin,
sem þú prjónar handa mér.

Kökur þær, sem frá þér fæ ég,
fjarskalega gómsætar,
hjarta mínu alltaf ylja
einkum heitu kleinurnar.

Brátt mun okkar brúðkaup standa,
brátt mun ég þér sofa hjá.
Eitt er víst að alltaf verður
ákaflega gaman þá.Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.