KONTORISTINN


Vaknaði í morgun klár og hress.
Klæddi mig í föt og sagði bless.
Sólin skein og fuglar sungu í trjánum.
Borgin var í byrjun daglegs stress.

Laugavegin rölti ég í ró.
Rövlaði við sjálfan mig og hló.
þegar klukkan nálgaðist hálf níu.
Ég kortið mitt í stimpilklukku sló.

Nú vappa ég minnar vinnu til.
Á vonlausa kontórinn.
Kanski tekst mér að kreista upp bros,
Ef kitlar mig forstjórinn.

Ritvélar sem riðja stafi og blöð.
Rugla mig í höfðinu ó, guð.
Svo kem ég heim og kveiki á sjónvarpinu.
Þar hvort í sínum stól við sitjum glöð.

Krónubaslið kent hefur mér eitt.
Og kanski mig til niðurstöðu leitt.
Að beztu árum æfi minnar hef ég,
æi innantóma kontórinu eitt.

Endurtekið frá.
Nú vappa ég minnar vinnu......Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.