KRISTÍN JÓSEFÍNA PÁLS

Ég heiti Kristín Jósefína Páls,
í daglegu tali kölluð Stína.
Nú ætla ég að taka til máls
og segja' ykkur sögu mína.
Hann pabbi hann er stórbóndi' uppi' í sveit
og mamma hún er lítil og feit.
Svo á ég bræður sem eru ekki neitt
og systur sem heitir Bína.
Svo verð ég átján ára þriðja maí
og þá verður ákaflega gaman.
Þá eflaust eitthvað fínt ég fæ
frá Bjössa, við erum saman.
Hann Bjössi hann er besti vinur minn,
hann Bjössi sem að keyrir traktorinn.
Hann fær er í flest og hann dansar best
og svo er hann svo sætur í framan.

Höf. ókunnurSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.