LAGIÐ UM ÞAÐ SEM ER BANNAÐ

Það má ekki pissa bak við hurð
og ekki henda grjóti on'í skurð.
ekki fara' í bæinn og kaupa popp og tyggjó,
ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó.

Það má ekki vaða út í sjó
og ekki fylla húfuna af snjó,
ekki tína blómin sem eru úti' í beði,
ekki segja ráddi heldur réði.

Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið,
það er alltaf að skamma mann.
Þó maður geri ekki neitt,
það er alltaf að skamma mann.

Það má ekki skoða lítinn kall
og ekki gefa ketti drullumall,
ekki skjóta pabba með byssunni frá ömmu,
ekki tína orma handa mömmu.

Það má ekki hjóla inni' í búð
og ekki gefa litla bróður snúð,
ekki fara að hlæja þó einhver sé að detta,
ekki gera hitt og ekki þetta.

Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið,
það er alltaf að skamma mann.
Þó maður geri ekki neitt,
það er alltaf að skamma mann.

Texti: Sveinbjörn I.Baldvinsson
Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.