LAND VEIT ÉG

Land veit ég langt og mjótt,
lifir þar kynleg drótt,
er nefnist Ítalir,
eru þeir kvensamir.
Ásfangnir einskis svíf-
ast þeir og beita hníf.
Þannig er ástin ó,
á Ítalíanó.

Tveir ef að svanna sjá,
sem báðum líst vel á,
óðar hefst æsingur
upp dregnar pístólur.
Lét margur lassarón
líf fyrir stelpuflón.
Þannig er ástin ó,
á Ítalíanó.

Ástfangin hönd í hönd
hímandi á sjávarströnd,
mæna á mánans ljós,
mannkerti og svarteyg drós.
Gutlandi á gítara,
grátklökka slagara,
svipt allri sæluró,
sorgmædd, en hástemmd þó.
Síðan þau sonnettó
syngja í falssettó.
Þannig er ástin ó,
á Ítalíanó.Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.