LEIT ÉG LITLA MÚS

Leit ég litla mús
læðast inn í hús.
Kötturinn að krækja' í hana
kannske verður fús.

Músin fékk sér mat,
matinn við hún sat.
Þegar kisi þarna birtist
þaut hún o'n um gat.

"Heyrðu heillin smá"
hvæsti kisi þá,
"í þig hef ég heillin góða
hugsað mér að ná".

Hopp og hopp og hí,
hann varð samt af því.
Þótt fljótur væri' að finna gatið
festi' hann sig í því.

Texti: Þórhallur Hróðmarsson
Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.