LÍTILL FUGL

Lítill fugl á laufgum teigi
losar blund á mosasæng,
heilsar glaður heitum degi,
hristir silfurdögg af væng,
flýgur upp í himinheiðið,
hefur geislastraum í fang,
siglir morgunsvala leiðið,
sest á háan klettadrang,

þykist öðrum þröstum meiri,
þenur brjóst og sperrir stél,
vill að allur heimur heyri
hvað hann syngur listavel.

Skín úr augum skáldsins gleði.
Skelfur rödd við ljóðin ný,
þó að allir þrestir kveði
þetta sama dirrindí.
Litli fuglinn ljóða vildi
listabrag um vor og ást.
Undarlegt að enginn skyldi
að því snilldarverki dást.

Texti: Örn Arnarson
Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.