LITLA SÆTA

Víða liggja leiðir.
Löngum útþrá seiðir.
Margur sinni æsku eyðir
út á köldum sæ.
Langt frá heimahögum.
Hef ég mörgum dögum,
eytt og æskuárin streyma
En ég mun aldrei, aldrei gleyma
blíðri mey sem bíður heim,.
bjarta nótt í maí.

Litla, sæta, ljúfan góða,
með ljósa hárið.
Lætur blíðu brosin sín
bera rósailm og vín,
allar stundir út til mín.

Litla, sæta, ljúfan góða,
með ljósa hárið
fyrir hana hjartað brann.
Hún er allra besta stúlkan sem ég fann.

Hennar hlátur mynnir mig á fossanið.
Af hennar munni vil ég teyga sólskinið.
Vorsins blær, sem hennar kitlar kinn,
er kossinn þyrstir mig.

Hennar augu ljóma eins og hafið blátt.
Ég hef ótrúlega hraðan hjartaslátt.
Hún er stúlkan sem ég einni ann.
Ég enga betri fann.

Littla, sæta, ljúfan góða,
með ljósa hárið,
fyrir hana hjartað brann.
Hún er allra besta stúlkan sem ég fann.

------- Sóló -------

Endurtekið frá:
Hennar hlátur minnir mig á..........Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.