LITLIR KASSAR

Litlir kassar á lækjarbakka.
Litlir kassar og dinga linga ling.
Litlir kassar litlir kassar
Litlir kassar allir eins.

Einn er rauður, annar gulur,
þriðji fjólublár, fjórði röndóttur.
Allir ónýtir og dinga linga
enda eru þeir allir eins.

Og í húsunum eiga heima
ungir námsmenn sem ganga í háskóla.
Sem lætur þá inn í litla kassa.
Litla kassa alla eins.

Þeir gerast læknar og lögfræðingar
og Landsbankastjórnendur.
Og við þeim öllum er dinga linga.
Enda eru þeir allir eins.

Þeir stunda sólböð og sundlaugarnar.
Og sjússa í Naustinu.
Og eignast allir börn og buru
og börnin eru skírð og fermd.

Og börnin eru send í sveitina.
Og síðan beint í Háskólann.
Sem lætur þau inn í litla kassa.
Og út úr þeim koma allir eins.

Og ungu mennirnir allir fara
út í ,,bissnes" og stofna heimili.
Og svo er fjölskildan sett í kassa
,,svolla" kassa alla eins.

Einn er rauður, annar gulur,
þriðji fjólublár, fjórði röndóttur.
Allir ónýtir og dinga linga
enda eru þeir allir eins.

Litlir kassar á lækjarbakka.
Að lokum tæmast og fólk sem í þeim bjó
er að sjálfsögðu sett í kassa
svarta kassa og alla eins.

Flytjandi: ÞokkabótSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.