LOFSÖNGUR

Á íslandi þurfa menn aldrei að kvíða
Því illskæða hungry sem ríkir svo víða ,
Því amríski herinn svo réttsýnn og rogginn
hann réttir oss vafalaust eitthvað í gogginn.
     Ó, hó það segir mogginn.

Hinn amríski stríðsguð hann stendur á verði,
Hann stuggar burt föntum með logandi sverði
Í Kóreu forðum tíð kom hann á friði
Og komma í Víetnam snýr hann úr liði.
     Ó, hó allur á iði.

Er Rússinn af illmensku réðist á Tékkó
og ráðamenn fengu af angist og skrekk nóg
þá bjargaðist íslenskur alþýðu krakki
því amríski herinn herinn var stöðugt á vakki
     Ó, hó þó að ég þakki.

Úr norðursjó rússneski flotinn, sá fjandi
með fjölskrúðugt njósnalið stefnir að landi
samt bjargast hinn íslenski alþýðumaður
því amríski herinn mun vernda hann glaður
     Ó,hó hann sé blessaður.

Er rússneskir dónar með rassaköst skeiða
Og ræna og drepa og nauðga og meiða,
þá bjargast hin íslenska alþýðupíka
því amríski herinn mun vernda hana líka
     Ó, hó aldrei að víkja.

Lag: Böðvar Guðmundsson
Texti: Böðvar GuðmundssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.