MAJA ÁTTI LÍTIÐ LAMB

Maja átti lítið lamb
og lék sér oft við það.
Ef farið var í ferðalag
þau fylgdust jafnan að.

Maja gekk einn góðan dag
í gamla skólann sinn.
En lítið varð um lærdóm þá
því lambið ruddist inn.

Kennslukonan sagði svei
og sú var æst og reið.
Lambið út á stétt þá stökk
og stóð þar eitt og beið.

Stundin þótti lambi löng
en loksins klukkan sló.
Og glöð varð Maja, glatt varð lamb,
þau gengu heim í ró.

Texti: Kristján frá Djúpalæk
Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.