MEÐ BLIK Í AUGA

Með blik í auga, bros á vör
þú birtist mér á gönguför.
Af kæti þá minn hugur hló
í hljóðri aftanró.
En báran lék við sjávarsand
og sólin kvaddi vog og land.
Í brjóstum hjörtun bærðust ótt
og bráðum komin nótt.
Svo tókumst við í hendur hljótt
og hægt við sögðum, góða nótt.
En síðan æ í muna mér
þín minning fögur er.

Texti: Þorsteinn Halldórsson
Flytjandi: Haukur Morthens
Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.