Ó Ó, Æ Æ, AUMINGJA ÉG

Hún Dísa hún er sveitastúlka sælleg rjóð og feit
hún syngur um hann Óla sem á búfé sitt á beit.
Hún dansar allan daginn svo dátt um allan mó
en dettur stöku sinnum og þá hrópar Dísa Ó.

Hún hrópar Ó Ó, Æ Æ, aumingja ég
og aftur Ó Ó, Æ Æ, aumingja ég
og ennþá Ó Ó, Æ Æ, aumingja ég
og aftur Ó Ó, Æ Æ, aumingja ég.

Hún Dísa hún er sveitastúlka sælleg rjóð og feit
og systir hennar Viggu sem elti gamla geit.
Hún þekkir Kalla kalda sem keyrir mjólkurbíl
hann kysst'an undir hlöðuvegg og Dísa sagði Ó.

Hún sagði Ó Ó, Æ Æ, nei nei og þó
og Kalli Ó Ó, Æ Æ, þett' er nú nóg.
Og Dís Ó Ó, Æ Æ, nei nei og þó
hún sagði Ó Ó, Æ Æ, en Kalli hann hló.

Og Kalli hló og hló og hló og hló þar til hann dó
af hlátri fannst þá Dísu heldur en ekki komið nóg.
En hlöðuveggnum undir hún hímir fram á nótt
og sjá' hún koma kavaler hún kallar til hans ótt.

Hún kallar hó hó, hæ hæ, komdu til mín
hó hó, hæ hæ, koss upp á grín.
Hann svarar hó hó, hvað þú er fín
og viltu verða fjórða kerlingin mín.
Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.