ÓLAFUR LILJURÓS

Ólafur reið með björgum fram,
villir hann,
stillir hann
hitti'hann fyrir sér álfarann,
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út ein álfamær,
villir hann,
stillir hann
sú var ekki kristni kær.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út ein önnur,
villir hann,
stillir hann
hélt á silfurkönnu.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út hin þriðja,
villir hann,
stillir hann
með gullband um sig miðja.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út hin fjórða,
villir hann,
stillir hann
hún tók svo til orða:
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

"Velkominn Ólafur Liljurós!
villir hann,
stillir hann
Gakk í björg og bú með oss".
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

"Ekki vil ég með álfum búa,
villir hann,
stillir hann
heldur vil ég á Krist minn trúa".
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

"Bíddu mín um eina stund,
villir hann,
stillir hann
meðan ég geng í grænan lund".
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Hún gekk sig til arkar,
villir hann,
stillir hann
tók upp saxið snarpa.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

"Ekki muntu svo héðan fara,
villir hann,
stillir hann
að þú gjörir mér kossinn spara".
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Ólafur laut um söðulboga,
villir hann,
stillir hann
kyssti frú með hálfum huga.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Saxinu hún stakk í síðu,
villir hann,
stillir hann
Ólafi nokkuð svíður.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Ólafur leit sitt hjartablóð
villir hann,
stillir hann
líða niður við hestsins hóf.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Ólafur keyrir hestinn spora
villir hann,
stillir hann
heim til sinnar móðurdyra.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Klappar á dyr með lófa sín:
villir hann,
stillir hann
"Ljúktu upp, kæra móðir mín".
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

"Hví ertu fölur og hví ertu fár,
villir hann,
stillir hann
eins og sá með álfum gár?"
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

"Móðir, ljáðu mér mjúka sæng.
villir hann,
stillir hann
Systir, bittu mér síðuband."
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Ei leið nema stundir þrjár,
villir hann,
stillir hann
Ólafur var sem bleikur nár.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Vendi ég mínu kvæði í kross
villir hann,
stillir hann
sankti María sé með oss.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

ÞjóðkvæðiSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.