ÓSKILAMUNIR

Ég var á leiðinni heim
með hóp af Japönum
en ég týndi þeim.
Við vorum orðin sein
þegar þeir hurfu mér sjónum
bakvið næsta stein
óskilamunir.

Ég var á leiðinni heim.
Ég hafði heilmörg hár
en ég týndi þeim.
Við vorum orðin sein
þegar það fauk af mér hárið
bakvið næsta stein
óskilamunir.

Ég var á leiðinni heim.
með tvo milljarða
en ég týndi þeim.
Við vorum orðin sein
þegar þeir hurfu mér sjónum
bakvið næsta stein
óskilamunir.

Ég var á leiðinni heim.
með nokkur forsetahjón
en ég týndi þeim.
Við vorum orðin sein
þegar þau hurfu mér sjónum
bakvið næsta stein
óskilamunir.

Flytjandi: Ný dönsk
Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.