POPPLAG Í G


Ég er hér staddur á algjörum bömmer,
sé ekki úr augunum út.
Allt fer í steik ef þú ert ekki með mér,
hleypur í kekki og hnút.

Svo er þú birtst fer sólin að skína,
smáfuglar kvaka við raust.
Í brjálæðishrifningu býð ég þér tópas,
berjasaft skilyrðislaust.
Syngjum saman:

Popplag í G-dúr, syngjum
Popplag í G, syngjum
Popplag í G-dúr. Það er engin leið að hætta.
Það er engin leið að hætta.
Það er engin leið að hætta að syngja svona
Popplag í G-dúr,
Popplag í G.

Munnhörpu sóló.

Við förum á bíó við förum á kostum
og förum á puttanum rúnt.
Brauðmolum hendum í hausinn á öndum
sem hjálmlausum falla það plúmp.

Það er engin leið að hætta.
Það er engin leið að hætta.
Það er engin leið að hætta að syngja svona
Popplag í G-dúr,
Popplag í G.

Sóló..........

En afhverju þarftu svo alltaf að hverfa
hugsjónum mínum á burt?
Beygður af harmi ég breytist að nýju
í bölvaðan dóna og durt.

Og ég er hér staddur á algjörum bömmer
sé ekki úr augunum út.
Allt fer í steik ef þú ert ekki með mér,
hleypur í kekki og hnút.
Syngjum saman:

Popplag í G-dúr, syngjum
Popplag í G, syngjum
Popplag í G-dúr. Það er engin leið að hætta.
Það er engin leið að hætta.
Það er engin leið að hætta að syngja svona
Popplag í G-dúr,
Popplag í G.

Popplag í Gís-dúr, popplag í Gís-dúr,
popplag í Gís, Popplag í Gís.
Popplag í Gís,
Það er engin leið að hætta að syngja svona:

Popplag í A-dúr, popplag í A-dúr,
popplag í A, popplag í A.
Það er engin leið að hætta.....Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.