RÆNINGJAVÍSUR

Við læðumst hægt um laut og gil
og leyndar þræðum götur,
á hærusekki heldur einn
en hinir bera fötur.
Að ræna er best um blakka nótt,
í bænum sofa allir rótt.
Þó tökum við aldregi of eða van,
hvorki Kasper og Jesper né Jónatan.

Í bakarí við brjótumst inn
en bara lítið tökum,
tólf dvergsmá brauð, sex dropaglös
og dálítið af kökum.
Svo étur kannske Jónatan
af jólaköku bláendann.
Þó tökum við aldregi of eða van,
hvorki Kasper og Jesper né Jónatan.

Nú fyllt við höfum fötu og sekk
af fæðu, drykk og klæðum.
Og allt í lagi eins og ber,
en um það fátt við ræðum.
Og margt að annast mun í dag
en matargerð er okkar fag.,
þó störfum við aldregi of eða van,
hvorki Kasper né Jesper né Jónatan

Lag: Thorbjörn Egner
Texti: Kristján frá Djúpalæk
Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.