RAUNASAGA

Ég er seinheppinn maður það sést best á því,
hve sjaldan ég dett og fer á fyllirí.
Þótt aldregi geri ég öðrum neitt mein,
ég alltaf er tekinn og mér stungið í Stein.

Og kvenfólkið leikur mig líka svo grátt,
að líf mitt er dapurt, þá fer ég í hátt.
Ef ætla ég skvísu að húkka með heim,
hún hendist í burtu og stundum með tveim.

Ef reyni með valdi að verja minn feng
og vaða í strákana og slá þá í keng,
þá ráðast þeir á mig og rota eins og mink,
mér rétta á kjammann eitt spítalavink.

Á spítölum kvelur mig læknanna lið
með lamstri og sprautum, svo ég þoli ekki við.
Og því er það svo, að ég sagt get með sann,
að síst eru þeir fyrir slasaðan mann.

En verra er ekkert í veröldu þó.
en að vera á stað, þar sem mungát er nóg
og húka við bar eins og staðfastur staur
og stara í tómt glasið og eiga ekki aur.Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.