ROKKARNIR ERU ÞAGNAÐIR

Rokkarnir eru þagnaðir
og rökkrið orðið hljótt.
Signdu þig nú barnið mitt
og sofnaðu fljótt.

Signdu þig og láttu aftur
litlu augun þín
svo vetrarmyrkrið geti ekki
villt þér sýn.

Lullu lullu bía,
litla barnið mitt.
Bráðum kemur dagurinn
með blessað ljósið sitt.

Bráðum kemu dagurinn
með birtu og stundarfrið.
Þá skal mamma syngja
um sólskinið.

Texti: Davíð Stefánsson
Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.