SAGAN UM OKKUR STÍNU

Æ, hlídd þú á mig fröken fríð.
Í fyrra vetur hörð var tíð.
Er fannir komu og frostin stríð.
Ég fór og krækti í Stínu.
Didl dí jorí jorí jey.
Didl dí jorí jorí jey.
En þetta satt að segja var
síðst að geði mínu.

Fólk sagði mér að svona tíð.
Er sífelt geysa frost og hríð.
Þá hlýrra verður heimsins líf.
Ef húka fleiri saman.
Didl dí jorí jorí jey.
Didl dí jorí jorí jey.
Og séu tvö og tvö í stað,
er talsvert meira gaman.

Þótt sýnist greyið grátt og ljótt.
Það gerir smátt um kalda nótt.
Er inni í bænum allt er hljótt.
En úti er vindur skrækur.
Didl dí jorí jorí jey.
Didl dí jorí jorí jey.
Já konuholdið hitar þér,
sem hlaupnar ullarbrækur.


Þá ráð menn sögðu rétt og góð.
Og reyndar konan vænsta fljóð.
Vikadrjúg og verkagóð.
Og vitið ei til baga.
Didl dí jorí jorí jey.
Didl dí jorí jorí jey.
Ég gleimdi þeim og gifti mig.
Og græt það alla daga.

Því nú er sumarsólin skín.
Er sérhver stúlka ung og fín.
En forðast ástaratlot mín.
Og óttast gömlu Stínu.
|:Didl dí jorí jorí jey.
Didl dí jorí jorí jey.
Seld er ást og æska mín.
Fyrir yfirsæng og dínu:|Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.