SENJORÍTURNAR

Nú vil ég greina í litlu ljóði
frá landi herlegu Spáníá.
Þar kostar álíka kláravínið
og kranablávatnið okkur hjá.

Og senjóríturnar suður á Spáni,
þær syngja um ástir með ljúfum hreim.
Pálmanna strönd þegar merlar máni,
en mikið er varasamt að treysta þeim.

Í Barcelóna var lagleg hnyðra
með limi netta og svarta brá.
Hún uppvartaði á einum barnum,
og átján sumra var hringaná.

En senjóríturnar suður á Spáni,
þær syngja um ástir með ljúfum hreim.
Pálmanna strönd þegar merlar máni,
en mikið er varasamt að treysta þeim.

Hún brosti þegar ég bað um whiský,
því brosi er virtist svo laust við tál,
og var svo kankvís og hýr og hnellin
að hjartakornið mitt fór í bál.

En senjóríturnar suður á Spáni,
þær syngja um ástir með ljúfum hreim.
Pálmanna strönd þegar merlar máni,
en mikið er varasamt að treysta þeim.

Ég rann í skyndi til ræðimannsins,
og rjúka vildi í að gifta mig.
En dusilmennið það mælti drýldið:
"Ég myndi láta hana eiga sig."

Því senjóríturnar suður á Spáni,
þær syngja um ástir með ljúfum hreim.
Pálmanna strönd þegar merlar máni,
en mikið er varasamt að treysta þeim.

Á dansstað hugðist ég drekkja raunum
og dreif mig þangað, en rakst þar á
þá litlu svarteygu sem ég unni,
víð slána ljótan hún var að kjá.

Því senjóríturnar suður á Spáni,
þær syngja um ástir með ljúfum hreim.
Pálmanna strönd þegar merlar máni,
en mikið er varasamt að treysta þeim.

Svo hlessa bæði og hryggur varð ég
að hálfa flösku í einu drakk.
Þá greip mig bræði, ég gekk á kauða
og gaf á kjaft svo að vörin sprakk.

Því senjóríturnar suður á Spáni,
þær syngja um ástir með ljúfum hreim.
Pálmanna strönd þegar merlar máni,
en mikið er varasamt að treysta þeim.

En dóninn dró þá upp rýting stóran
og rak á kaf í minn hægri arm,
svo blóðið sprautaðist yfir okkur
en einkum kvinnunnar falskan barm

Því senjóríturnar suður á Spáni,
þær syngja um ástir með ljúfum hreim.
Pálmanna strönd þegar merlar máni,
en mikið er varasamt að treysta þeim.

Í mánuð lá ég í mínum sárum
og miklum kvölum, ó þvílíkt stand.
Með skuldir stórar - og skútan farin
en skjátan komin í hjónaband.

Því senjóríturnar suður á Spáni,
þær syngja um ástir með ljúfum hreim.
Pálmanna strönd þegar merlar máni,
en mikið er varasamt að treysta þeim.

Því segi ég piltur, ef suður ferðu
og sælu býður þér pía slík,
þá gættu að þér það gefst oft betur
að giftast stelpu úr Reykjavík.

Því senjóríturnar suður á Spáni,
þær syngja um ástir með ljúfum hreim.
Pálmanna strönd þegar merlar máni,
en mikið er varasamt að treysta þeim.
Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.