SKIPTIR ENGU MÁLI

Ég hafði aldrei séð þig fyrr
þú varst með varalit út á kinn
mér fannst ég lifa í fyrsta sinn.

Fallegt brosið kveikti í
mjúkar varir mæltu orð
síðan hef ég verið þinn.

Skiptir engu máli
þó þú sért úr stáli
þú kveikir ástareld í mér.
Ég verð að komast yfir
á meðan lostinn lifir
sama hvenær hvar sem er.

Ég sá þig seinna í satínkjól
þú stóðst og talaðir við tvo
og þóttist ekki taka eftir mér.

Í gegnum reykinn færði mig nær
mér tókst að töfra fram hjá þér bros
ég horfði beint í augun á þér.

Skiptir engu máli
þó þú sért úr stáli
þú kveikir ástareld í mér.
Ég verð að komast yfir
á meðan lostinn lifir
sama hvenær hvar sem er.

Bara babababa, já nú mun ég ná þér
Bara babababababa, já ég ætla að ná þér.

Í stóru augun þín ég leit
og ég týndi mér um stund
oo hönd þín var svo heit.

Skiptir engu máli
þó þú sért úr stáli
þú kveikir ástareld í mér.
Ég verð að komast yfir
á meðan lostinn lifir
sama hvenær hvar sem er.

Skiptir engu máli
þó þú sért úr stáli
þú kveikir ástareld í mér.
Ég verð að komast yfir
á meðan lostinn lifir
sama hvenær hvar sem er.

Flytjandi: GreifarnirSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.