SÓLBRÚNIR VANGAR

Sólbrúnir vangar siglandi ský
og sumar í augum þér,
angandi gróður, golan hlý
og sumar í augum mér.

Söngur í lofti, sólin hlær,
og svo eru brosin þín
og angar og hjalar og skín.

Ástin og undrið,
æskunnar förunautar,
nemum og njótum
næði meðan gefst.

Látum svo daga líða á ný
með ljóð frá vörum mér,
sólbruna vanga, siglandi ský
og sumar í augum þér.

Lag: Oddgeir Kristjánsson
Texti: Ási í BæSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.