SÖNGUR VILLIANDARINNAR

Í vor kom ég sunnan með sólskin í hjarta,
hún seiddi mig dýrðin á landinu bjarta.
Ó, íslenska byggð, þú átt ein mína tryggð.
Ó, íslenska byggð, þú átt ein mína tryggð.

Ég byggði mér hreiður við bakkana lágu
og bjó þar með ungunum, fallegu, smáu
í friði og ást sem að aldreigi brást,
í friði og ást sem að aldreigi brást.

Og bóndinn minn prúður á bakkanum undi.
Hann brosti við ungunum léttum á sundi.
Þeir léku sér dátt, og þeir döfnuðu brátt.
Þeir léku sér dátt, og þeir döfnuðu brátt.

En dag nokkurn glumdi við gjallandi seiður,
Það glampaði eldur, ég flúði mitt hreiður.
Og bóndinn minn dó, þá var brostin mín ró.
Og bóndinn minn dó, þá var brostin mín ró.

Og annar minn vængur var brotinn og blóðið
með brennandi sársauka litaði flóðið.
Ég hrópaði hátt út í heiðloftið blátt:
Ég hrópaði hátt út í heiðloftið blátt:

"Ó flýið þið börn mín til framandi stranda,
með fögnuði leitið þið öruggra landa."
Svo hvarf hún mér sýn ljúfust hamingjan mín.
Svo hvarf hún mér sýn ljúfust hamingjan mín.

Við íslensku vötnin er fegurð og friður
og fagnandi ríkir þar vornæturkliður.
Ef gefið þið grið, öllum fuglunum frið.
Ef gefið þið grið, öllum fuglunum frið.

Texti: Jakob V. HafsteinSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.