TONDELEYÓ

Á suðrænum sólskinsdegi
ég sá þig, ó ástin mín, fyrst.
Þú settist hjá mér í sandinn,
þá var sungið og faðmað og kysst.
Þá var drukkið, dansað og kysst.
Tondeleyó, Tondeleyó.
Aldrei gleymast mér augun þín svörtu,
og aldrei slógu tvö glaðari hjörtu,
Tondeleyó, Tondeleyó.

Hve áhyggjulaus og alsæll
í örmum þínum ég lá,
og oft hef ég elskað síðan,
en aldrei jafnheitt eins og þá.
Aldrei jafn - eldheitt sem þá,
Tondeleyó, Tondeleyó.
Ævilangt hefði ég helst viljað sofa
við hlið þér í dálitlum svertingjakofa,
Tondeleyó, Tondeleyó.


Lag: Sigfús HalldórssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.