TÓTA LITLA TINDILFÆTT

Hún var hýr og rjóð,
hafði lagleg hljóð
sveif með söng um bæinn
sumarlangan daginn.
Hún var hér og þar
á hoppi allstaðar,
en saumaskap og lestri sinnti hún ekki par.

Tóta litla tindilfætt
tók þann arf úr föðurætt
að vilja lífsins njóta,
veslings litla Tóta.
Ýmsum gaf hún undir fót,
umvandanir dugðu ei hót.
,,Aðrar eru ekki betri ef að er gætt,"
svarði hún Tóta litla tindilfætt.

Mamma Tótu var
mesta ógnarskar
með andlitið allt í hrukkum
og hún gekk á krukkum.
Eitt sinn upp hún stóð,
æpti dóttir góð
sæktu mér að lesa sögur eða ljóð"

Tóta litla tölti af stað
til að kaupa Morgunblað.
"Seint ert þú á labbi"
Sagði Fjólupabbi.
"Ekkert varðar þig um það,
ég þarf að fá eitt Morgunblað.
Maður getur alltaf á sig blómum bætt"
svaraði hún Tóta litla tindilfætt.

Lag: Danskt lag
Texti: Páll SkúlasonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.