TRAUSTUR VINUR

Enginn veit fyrr en reynir á
hvort vini áttu þá.
Fyrirheit gleymast þá furðufljótt
þegar fellur á niðdimm nótt.

Já sagt er að, þegar af könnunni ölið er
fljótt þá vinurinn fer.
Því segi ég það, ef þú átt vin í raun
fyrir þína hönd guði sé laun.

Því stundum verður mönnum á
styrka hönd þeir þurfa þá
þegar lífið, allt í einu
sýnist einskisvert.

Gott er að geta talað við
einhvern sem að skilur þig.
Traustur vinur getur gert
kraftaverk.

Mér varð á, og þungan dóm ég hlaut
ég villtist af réttri braut.
Því segi ég það, ef þú átt vin í raun.
Fyrir þína hönd Guði sé laun.

Því stundum verður mönnum á
styrka hönd þeir þurfa þá
þegar lífið, allt í einu
sýnist einskisvert.

Gott er að geta talað við
einhvern sem að skilur þig.
Traustur vinur getur gert
kraftaverk.Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.