ÞAÐ ER DRAUMUR AÐ VERA MEÐ DÁTA

Það mest fyrir augun í bæ þessum ber
að bærinn er fullur af útlendum her.
Þeir sposséra og stálda um stræti og torg
og stúlkurnar dufla við þá inn á Borg.
Og spyrji ég stúlku "Hve sé hún svo sæl?"
Þá svarar hún manni um hæl.

Það er draumur að vera með dáta
og dansa fram á nótt.
Og finna hve ljúft þeir láta,
þá líður stundin fljótt.
Og lífið það verður svo létt.
Þegar leiðumst við dálítið þétt.
Það er draumur að vera með dáta
og dansa fram á nótt.

Í Kvennó er indislegt ungmeyjarskart.
Og ótalmörg hjörtu sem fengu þar start.
En nú er þeim bannað að notast við það,
sem náttúran gaf þeim og kom þeim af stað.
Þótt þær megi hermenn ei heyra né sjá,
samt hvíslar hún Ingibjörg H.

Það er draumur að vera með dáta
og dansa fram á nótt.
Og finna hve ljúft þeir láta,
þá líður stundin fljótt.
Og þá verður hugurinn hlýr.
Þegar hvísla þeir, "Darling oh dear."
Það er draumur að vera með dáta
og dansa fram á nótt.

Á æskulíðsfundi var æsingin nóg.
Nú átti að sýna hvað í þjóðinni bjó.
Þeir héldu þar ræður um ættjarðarást.
Og bannfærðu þær sem með bretunum sjást.
Já áhuginn hann var hjá strákunum stór,
en stelpurnar rauluðu í kór.
Það er draumur að vera með dáta
og dansa fram á nótt.
Og finna hve ljúft þeir láta,
þá líður stundin fljótt.
Að kela og kyssast alein.
Og hvísla svo "Do it again".
Það er draumur að vera með dáta
og dansa fram á nótt.Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.