ÞIÐ STÚDENTSÁRIN

Það stúdentsárin æskuglöð,
sem oft við minnumst síðar,
þið runnuð burtu helst til hröð
í hafsjó fyrri tíðar,
og ekkert það sem þar er geymt
mun þaðan fást um eilífð heimt.
O jerum, jerum, jerum,
o quæ mutatio rerum.

Hvar er hin djarfa unga sveit,
sem í var kapp og hiti
og gerðist aldrei undirleit
þótt auralánið þryti?
Æ hún er núna harla dreifð
í hversdagsleikans gráu deyfð.
O jerum, jerum, jerum,
o quæ mutatio rerum.

Einn lætur birtast lærdóm sinn
í lagabraski og refjum,
en þungan róður hefur hinn
að halda bekk í skefjum,
einn boðar sálum syndagjald,
einn setur bót á þeirra rifna tjald.
O jerum, jerum, jerum,
o quæ mutatio rerum.Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.