ÚTI ER ALLTAF AÐ SNJÓA

Úti er alltaf að snjóa,
því komið er að jólunum
og kólna fer í Pólunum.
En sussum og sussum og róa,
ekki gráta elskan mín,
þó þig vanti vítamín,
Ávexti eigum við nóga,
handa litlu krökkunum,
sem kúra sig í brökkunum.
Þú færð í magann þinn mjóa
melónur og vínber fín.
Þótt kinnin þín litla sé kannski soldið
köld og blá,
áttu samt vini sem aldrei bregðast.
Af ávöxtunum skuluð þér nú þekkja þá
Sussum og sussum og róa,
ekki gráta elskan mín,
þó þig vanti vítamín.
Þú færð í magann þinn mjóa
melónur og vínber fín.Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.