ÚTIHÁTÍÐ

Þið sem komuð hér í kvöld,
( vonandi skemmtið ´ ykkur vel ).
Ég veit þið höfðuð með ykkur tjöld,
( drekkið ykkur ekk´í hel ).

Þið komuð ekki til að sofa,
( í tjaldi verðið ekki ein )
Fjöri skal ég ykkur lofa,
( dauður bak við næsta stein ).

Upp á palli, inn í tjaldi, út í fljóti,
vonandi skemmtið ´ykkur
Illa drukkin, inn í skógi, hvar er tjaldið ?
Vonandi skemmtið ykkur vel.

Þetta er söngur til þín og mín,
( þú mátt alveg syngja með ).
Okkar sem drekkum eins og svín,
( svo fljótt út um eyr´og nef ).

Upp á palli, inn í tjaldi, út í fljóti,
vonandi skemmtið ´ykkur
Illa drukkin, inn í skógi, hvar er tjaldið ?
Vonandi skemmtið ykkur vel.

Flytjandi: GreifarnirSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.