VIÐ BIRKILAND

Við býsuðum gjarnan saman við tveir Birkiland og ég.
Í borgina tróðum glapstigu og margan gæfulausan veg.
Við seldum litla bæklinga og salan hún var treg.
En sumrin í Vatnsmýrinni voru hlý og yndisleg.

Við gengum saman marga villigötu fram á nótt.
Við gerðum skurk um næturþelið, þegar allt var orðið hljótt.
Við vorum hundeltir og okkur gert margt óseigjanlega ljótt.
Og að því búnu þá var lögreglan á okkur sótt.

Það er ekki mikið trúlegt, nokkur öfundi þig.
Samt ertu sá sem mestu flugi náði.
Því ægilegustu þrautir þér riðu á slig.
Það var ei neinn sem slíka styrjöld háði.

Við vorum sviknir um stelpur sem við stóluðum lengi á.
Við höfðum staðið í skilum með innborganir. Já og þær ekkert smá.
Við vorum píndir í afvötnun inn við "sundin blá".
Við fórum út þaðan hálfu verri og skelltum okkur beint á krá.

Já það var mörg árstíðin í æfi þinni sem fór
Í auðnuleysisráf á afvegum slíkum.
En hvað sem verð ég lítill. Já hvað sem verð ég stór.
Ég klæðist samt aldrei alveg þínum flíkum.

Þú varst undarlegur í háttum. Það sinnti engin um þín kvein.
Allir önnum kafnir við að græða á stríðinu öll sín mein.
Þú varst sérlundaður furðufugl og þú sast á stakri grein
Þótt þú sæir aldrei móður þína kyssa jólasvein.

Flytjandi: Megas
Lag: Megas
Texti: MegasSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.